Neil Young og Pegi skilja Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 19:00 Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira