Toyota kynnir breyttan Yaris Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 08:44 Gerbreyttur framendi á Yaris. Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður