Saab of fjárvana til að fá greiðslustöðvun Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 16:01 Saab 9-3, eini framleiðslubíll Saab sem stendur. Sænskir dómarar hafa neitað bílaframleiðandanum Saab um greiðslustöðvun á þeim forsendum að fyrirtækið búi ekki að nægum fjármunum til að fullnægja kröfum um greiðslustöðvun. Það ætlar ekki að ganga af Saab þessa dagana en núverandi eigendur þess, National Elecrtic Vehicle Sweden AB (NEVS) freista þess nú að sækja aukið fjármagn til rekstursins til að geta framleitt áfram einu bílgerð þess, Saab 9-3 sem síðan er meiningin að setja í rafmagnsdrifrás. Fyrirtækið skuldar fjölmörgum íhlutasölum og getur ekki staðið í skilum án aukins fjármagns. Alls eru birgjar Saab 900 talsins og ætla flestir þeirra að bíða eftir þeim viðræðum sem Saab á nú við aðila sem lagt gætu félaginu til fjármagn í skiptum fyrir eignarhald, en heyrst hefur að eitt þeirra sé indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra. Sumir birgjanna eru þó ekki á þeim buxunum og hafa farið fram á gjaldþrotaskipti. Saab hyggst áfrýja úrskurðinum en það er járn í járn í stöðu Saab sem stendur, líkt og í bílum Saab. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Sænskir dómarar hafa neitað bílaframleiðandanum Saab um greiðslustöðvun á þeim forsendum að fyrirtækið búi ekki að nægum fjármunum til að fullnægja kröfum um greiðslustöðvun. Það ætlar ekki að ganga af Saab þessa dagana en núverandi eigendur þess, National Elecrtic Vehicle Sweden AB (NEVS) freista þess nú að sækja aukið fjármagn til rekstursins til að geta framleitt áfram einu bílgerð þess, Saab 9-3 sem síðan er meiningin að setja í rafmagnsdrifrás. Fyrirtækið skuldar fjölmörgum íhlutasölum og getur ekki staðið í skilum án aukins fjármagns. Alls eru birgjar Saab 900 talsins og ætla flestir þeirra að bíða eftir þeim viðræðum sem Saab á nú við aðila sem lagt gætu félaginu til fjármagn í skiptum fyrir eignarhald, en heyrst hefur að eitt þeirra sé indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra. Sumir birgjanna eru þó ekki á þeim buxunum og hafa farið fram á gjaldþrotaskipti. Saab hyggst áfrýja úrskurðinum en það er járn í járn í stöðu Saab sem stendur, líkt og í bílum Saab.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent