Rafrænar forþjöppur eru framtíð Audi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 13:34 Audi RS5 með rafrænni forþjöppu. Audi kynnti fyrir skömmu tvo bíla með nýrri gerð forþjappa sem skila meira afli með aðstoð rafmagns. Þessir bílar voru tilraunabílar af gerðunum Audi RS5 og Audi A6, þeir fyrstu sem búa að þessari tækni. Audi hyggst hinsvegar kynna þessa tækni fyrst í fjöldaframleiddum Audi SQ7 jeppa sem kemur á markað árið 2016 og verður hann fyrsti fjöldaframleiddi bíll heims með henni. Audi segir að þessi nýja tækni tryggir 15-20% minni eyðslu, en auki einnig afl bílanna. Þess utan hverfur svo til alveg svokallað „turbolag“ og svartími forþjappanna verður innan við fjórðungur úr sekúndu frá því stigið er á bensíngjöfina. Það er fyrirtækið Honeywell sem hefur þróað þessa tækni fyrir Audi og hefur unnið að henni síðustu 10 árin. En af hverju hefur þessi tækni ekki komið fram fyrr ef hún er svona skilvirk? Vandi þeirra hefur hinsvegar verið sá að 12 volta kerfi bíla ræður ekki við að drífa rafbúnaðinn. Audi hefur hinsvegar útbúið þessa nýju bíla með 48 volta kerfi og er straumurinn sem sendur er til rafkerfisins í forþjöppunum 145 amper, sem ekki væri hægt með 12 voltum. Aflið sem sent er til búnaðarins er 7 kílóvött, eða 4,5 sinnum meira en þarf í hefðbundinn hárblásarar. Hætt er við því að enginn bílframleiðandi muni hafa hærri spennu í bílum sínum en 60 volt, þó freistandi sé með þessari nýju tækni, þar sem það er sú spenna sem orðin er lífshættuleg fólki. Þessi nýja tækni gerir það að verkum að Audi mun væntanlega freistast til að hafa forþjöppurnar stærri en tíðast er í dag, þar sem rafkerfið ræður við að knýja þær. Í keppnisbílum og rándýrum framleiðslubílum má búst við mjög stórum forþjöppum. Audi A6 tilraunabíllinn sem Audi kynnti um daginn er með 3,0 lítra dísilvél með einni venjulegri forþjöppu og annarri rafrænni og skilar þetta samtals 326 hestöflum og 479 pund-feta togi. Audi RS5 bíllinn er hinsvegar með tvær hefðbundnar forþjöppur auk einnar rafrænnar og skilar 385 hestöflum og 553 pund-feta togi. Sá bíll er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Magnaður vélbúnaður með nýrri tækni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Audi kynnti fyrir skömmu tvo bíla með nýrri gerð forþjappa sem skila meira afli með aðstoð rafmagns. Þessir bílar voru tilraunabílar af gerðunum Audi RS5 og Audi A6, þeir fyrstu sem búa að þessari tækni. Audi hyggst hinsvegar kynna þessa tækni fyrst í fjöldaframleiddum Audi SQ7 jeppa sem kemur á markað árið 2016 og verður hann fyrsti fjöldaframleiddi bíll heims með henni. Audi segir að þessi nýja tækni tryggir 15-20% minni eyðslu, en auki einnig afl bílanna. Þess utan hverfur svo til alveg svokallað „turbolag“ og svartími forþjappanna verður innan við fjórðungur úr sekúndu frá því stigið er á bensíngjöfina. Það er fyrirtækið Honeywell sem hefur þróað þessa tækni fyrir Audi og hefur unnið að henni síðustu 10 árin. En af hverju hefur þessi tækni ekki komið fram fyrr ef hún er svona skilvirk? Vandi þeirra hefur hinsvegar verið sá að 12 volta kerfi bíla ræður ekki við að drífa rafbúnaðinn. Audi hefur hinsvegar útbúið þessa nýju bíla með 48 volta kerfi og er straumurinn sem sendur er til rafkerfisins í forþjöppunum 145 amper, sem ekki væri hægt með 12 voltum. Aflið sem sent er til búnaðarins er 7 kílóvött, eða 4,5 sinnum meira en þarf í hefðbundinn hárblásarar. Hætt er við því að enginn bílframleiðandi muni hafa hærri spennu í bílum sínum en 60 volt, þó freistandi sé með þessari nýju tækni, þar sem það er sú spenna sem orðin er lífshættuleg fólki. Þessi nýja tækni gerir það að verkum að Audi mun væntanlega freistast til að hafa forþjöppurnar stærri en tíðast er í dag, þar sem rafkerfið ræður við að knýja þær. Í keppnisbílum og rándýrum framleiðslubílum má búst við mjög stórum forþjöppum. Audi A6 tilraunabíllinn sem Audi kynnti um daginn er með 3,0 lítra dísilvél með einni venjulegri forþjöppu og annarri rafrænni og skilar þetta samtals 326 hestöflum og 479 pund-feta togi. Audi RS5 bíllinn er hinsvegar með tvær hefðbundnar forþjöppur auk einnar rafrænnar og skilar 385 hestöflum og 553 pund-feta togi. Sá bíll er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Magnaður vélbúnaður með nýrri tækni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent