Götuhjólakeppni í fallegu umhverfi Þingvallavatns 12. ágúst 2014 10:16 Óskar er einn fremsti hjólreiðamaður landsins. Hjólakeppnin RB Classic verður ræst við ION hotel á sunnudaginn klukkan níu. Hjólað verður réttsælis umhverfis Þingvallavatn en leiðin liggur um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 127 kílómetrar, sem eru tveir hringir í kringum vatnið og svo 65 kílómetrar sem er einn hringur.“Þetta verður öðruvísi götuhjólakeppni að því leyti að tíu kílómetra kafli er á möl sem gerir keppnina þeim mun áhugaverðari. Einnig verður keppnin í lengra lagi en tíðkast hefur á Íslandi,” segir Óskar Ómarsson, formaður Tinds hjólreiðafélags. „Það hefur ekki verið algengt að hafa götuhjólakeppni á þessu undirlagi hér á landi en það er algengt erlendis. Þetta er tilraun hjá okkur til að búa til aðeins öðruvísi hjólakeppni hérna heima en eitt af yfirlýstum markmiðum Tinds er að auka fjölbreytni í hjólaíþróttinni og útvíkka hana.“ Óskar segir það mikilvægt að hafa styrktaraðila eins og RB á bak við sig en hingað til hafa hjólreiðafélögin staðið meira og minna ein í keppnishaldinu. „Hjólreiðafélög hér á landi hafa yfirleitt verið rekin á núlli og því erfitt að fjármagna greinina og vera með ungliðastarf og fleira. Í sumar hefur stefnan verið sú að hafa öll mót í samstarfi við styrktaraðila og það hefur gengið vel.“Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB.Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB segir það vera af samfélagslegri ábyrgð sem þeir styrki keppnina. „Við höfum verið að ýta undir það að starfsmenn okkar tileinki sér vistvænar samgöngur. Hjólreiðar hafa líka verið að aukast og fengið meðbyr og við viljum taka þátt í því að efla heilsu almennings. Þetta er, að mér vitandi, í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í svona móti þó þau séu meira táknræn í þetta skipti en eitthvað annað. Okkar væntingar eru að þetta verði árlegur viðburður sem við munum halda áfram að styrkja. Við skynjum mikla stemmingu fyrir keppninni og ég hlakka mikið til sunnudagsins.“ Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
Hjólakeppnin RB Classic verður ræst við ION hotel á sunnudaginn klukkan níu. Hjólað verður réttsælis umhverfis Þingvallavatn en leiðin liggur um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 127 kílómetrar, sem eru tveir hringir í kringum vatnið og svo 65 kílómetrar sem er einn hringur.“Þetta verður öðruvísi götuhjólakeppni að því leyti að tíu kílómetra kafli er á möl sem gerir keppnina þeim mun áhugaverðari. Einnig verður keppnin í lengra lagi en tíðkast hefur á Íslandi,” segir Óskar Ómarsson, formaður Tinds hjólreiðafélags. „Það hefur ekki verið algengt að hafa götuhjólakeppni á þessu undirlagi hér á landi en það er algengt erlendis. Þetta er tilraun hjá okkur til að búa til aðeins öðruvísi hjólakeppni hérna heima en eitt af yfirlýstum markmiðum Tinds er að auka fjölbreytni í hjólaíþróttinni og útvíkka hana.“ Óskar segir það mikilvægt að hafa styrktaraðila eins og RB á bak við sig en hingað til hafa hjólreiðafélögin staðið meira og minna ein í keppnishaldinu. „Hjólreiðafélög hér á landi hafa yfirleitt verið rekin á núlli og því erfitt að fjármagna greinina og vera með ungliðastarf og fleira. Í sumar hefur stefnan verið sú að hafa öll mót í samstarfi við styrktaraðila og það hefur gengið vel.“Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB.Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB segir það vera af samfélagslegri ábyrgð sem þeir styrki keppnina. „Við höfum verið að ýta undir það að starfsmenn okkar tileinki sér vistvænar samgöngur. Hjólreiðar hafa líka verið að aukast og fengið meðbyr og við viljum taka þátt í því að efla heilsu almennings. Þetta er, að mér vitandi, í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í svona móti þó þau séu meira táknræn í þetta skipti en eitthvað annað. Okkar væntingar eru að þetta verði árlegur viðburður sem við munum halda áfram að styrkja. Við skynjum mikla stemmingu fyrir keppninni og ég hlakka mikið til sunnudagsins.“
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira