Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 18:30 VÍSIR/DANÍEL „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira