Verndartollar ekki til að verja skort Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:50 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira