Verndartollar ekki til að verja skort Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:50 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira