Gengur fyrir beikoni Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 09:34 Á eldsneytistankinum stendur, "Bacon fuel only". Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent