700 skjálftar frá miðnætti Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. ágúst 2014 20:00 Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“ Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira