Sport

Hrafnhildur komst í undanúrslitin í Berlín

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Valgarður
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í dag sitt fyrsta sund á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Berlín er hún kom í mark í 100 metra bringusundi á 1:09,12.

Hrafnhildur lenti í fjórða sæti í sínum riðli og heilt yfir í fimmtánda sæti í undanrásum. Var hún rúmlega hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu, 1:08,57 mínútu sem hún setti í Róm fyrr í sumar.

Þetta dugði henni hinsvegar til þar sem hún lenti í 15. sæti í heildina af 47 keppendum og keppir hún því í undanúrslitum sem fara fram klukkan 16.38 á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×