Ein með öllu á Akureyri: Hátíðargestir heppnir með veður Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 21:04 Ungviðurinn skemmti sér í miðbæ Akureyrar í dag. Vísir/Andri Marinó „Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent