Krýna Evrópumeistara í Mýrarbolta óháð kyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 18:46 Stuð og stemning hefur verið á Mýrarboltanum í ár. Myndir/Hafþór Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott. Mýrarboltinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott.
Mýrarboltinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira