Enn er talsvert rok í Vestmanneyjum en klukkan níu í morgun mældist vindur 21 metrar á sekúndu og 27 metrar í mestu kviðunum.
Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á Þjóðhátíð en í gær og á bilinu fjórtán til fimmtán þúsund tóku þátt í hinum árlega Brekkusöng. Þrátt fyrir afskiptasemi veðurguðanna gekk nóttin vel að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Halldórs Sveinsson, varðstjóri, segir í samtali við fréttastofu að tíu fíkniefnamál hafi komið upp í nótt, í öllum tilfellum neysluskammtar. Engin líkamsárás var kærð til lögreglu.



