Nissan og Renault hagnast Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 13:30 Nissan Quasqai. Á öðrum ársfjórðungi jók Nissan hagnað sinn um 37% frá síðasta ári. Carlos Ghosn forstjóri Nissan þakkar þennan árangur helst góðri sölu í Bandaríkjunum og Kína. Ekki gengur Nissan eins vel í Evrópu en tap varð á rekstrinum þar, þó 77% minna tap en í fyrra. Tapið í Evrópu nam nú 1,8 milljarði króna og dró í sjálfu sér lítið niður heildarhagnað Nissan fyrir ársfjórðunginn þar sem hann nam 126 milljörðum króna. Nissan áætlar að selja alls 5,65 milljónir bíla í ár, salan vaxi um 8,9%, heildarhagnaðurinn verði 605 milljarðar króna og markaðshlutdeild Nissan á seldum bílum í heiminum verði 6,7%.Góð sala í Bandaríkjunum og KínaVel gengur hjá Nissan í Bandaríkjunum og hefur salan aukist um 13% þar á fyrri helmingi ársins á meðan sala Toyota hefur aðeins aukist um 5% og Honda hefur tapað 1% í sölu milli ára. Söluaukningin er þó enn meiri í Kína, eða 21% og stefnir Nissan á 10% markaðshlutdeild þar og sölu 1,4 milljón bíla þar í ár. Lúxusbílamerki Nissan, Infinity hjálpaði til við hagnaðaraukninguna og jókst sala Infinity bíla um 30% á fyrri helmingi ársins. Infinity ætlar að keppa af krafti í framtíðinni við þýsku lúxusbílamerkin BMW, Audi og Mercedes Benz og hyggur á 10% markaðshlutdeild í heiminum á lúxusbílum.Renault hagnast vel á DaciaÞað gekk einnig vel hjá systurfyrirtækinu Renault en hagnaður þess jókst um 25% á fyrri helmingi ársins og hagnaðurinn á þeim tíma 112 milljarðar króna. Miklu munaði um 64 milljarða króna niðurskurð í kostnaði, mest hvað varðar innkaup á íhlutum. Hagnaður af veltu jókst hjá Renault frá 2,9% í 3,7%. Stóran þátt í hagnaði Renault á Dacia í Rúmeníu sem er í eigu Renault. Dacia seldi 35% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Á öðrum ársfjórðungi jók Nissan hagnað sinn um 37% frá síðasta ári. Carlos Ghosn forstjóri Nissan þakkar þennan árangur helst góðri sölu í Bandaríkjunum og Kína. Ekki gengur Nissan eins vel í Evrópu en tap varð á rekstrinum þar, þó 77% minna tap en í fyrra. Tapið í Evrópu nam nú 1,8 milljarði króna og dró í sjálfu sér lítið niður heildarhagnað Nissan fyrir ársfjórðunginn þar sem hann nam 126 milljörðum króna. Nissan áætlar að selja alls 5,65 milljónir bíla í ár, salan vaxi um 8,9%, heildarhagnaðurinn verði 605 milljarðar króna og markaðshlutdeild Nissan á seldum bílum í heiminum verði 6,7%.Góð sala í Bandaríkjunum og KínaVel gengur hjá Nissan í Bandaríkjunum og hefur salan aukist um 13% þar á fyrri helmingi ársins á meðan sala Toyota hefur aðeins aukist um 5% og Honda hefur tapað 1% í sölu milli ára. Söluaukningin er þó enn meiri í Kína, eða 21% og stefnir Nissan á 10% markaðshlutdeild þar og sölu 1,4 milljón bíla þar í ár. Lúxusbílamerki Nissan, Infinity hjálpaði til við hagnaðaraukninguna og jókst sala Infinity bíla um 30% á fyrri helmingi ársins. Infinity ætlar að keppa af krafti í framtíðinni við þýsku lúxusbílamerkin BMW, Audi og Mercedes Benz og hyggur á 10% markaðshlutdeild í heiminum á lúxusbílum.Renault hagnast vel á DaciaÞað gekk einnig vel hjá systurfyrirtækinu Renault en hagnaður þess jókst um 25% á fyrri helmingi ársins og hagnaðurinn á þeim tíma 112 milljarðar króna. Miklu munaði um 64 milljarða króna niðurskurð í kostnaði, mest hvað varðar innkaup á íhlutum. Hagnaður af veltu jókst hjá Renault frá 2,9% í 3,7%. Stóran þátt í hagnaði Renault á Dacia í Rúmeníu sem er í eigu Renault. Dacia seldi 35% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent