Fjórir leikir í fjórtándu umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í gær og voru þeir gerðir upp í Pepsi-mörkunum í gær. Sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af þættinum á Vísi.
Leik Víkings R. og Stjörnunnar og leik FH og KR var frestað vegna leikja FH og Stjörnunnar í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Hörður Magnússon stýrði þættinum en að þessu sinni voru þeir Hjörvar Hafliðason og Þorvaldur Örlygsson honum til aðstoðar.
