Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Randver Kári Randversson skrifar 31. júlí 2014 16:52 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur. Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
„Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur.
Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08