Innlent

Gott veður víða um land á morgun

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svona lítur veðurspáin fyrir morgundaginn út.
Svona lítur veðurspáin fyrir morgundaginn út. Myndu/Veðurstofa Íslands
Samkvæmt veðurspá morgundagsins mun hitinn fara mest í 21 gráðu á morgun og verður alls staðar yfir tíu gráðum um miðjan dag. Hlýjast verður á Egilsstöðum, hitinn yfir 20 gráðum, heiðskýrt og fimm metrar á sekúndur. Veðrið fyrir norðan verður einnig gott. Á Akureyri verður til að mynda sautján stiga hiti og logn.

Á höfuðborgarsvæðinu verður léttskýjað og fimmtán stiga hiti.

Veðurspá fyrir næstu daga lítur svo út:

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-13 m/s, hvassast SV-lands. Að mestu bjartviðri N-lands, annars skýjað með köflum og lítilsháttar skúrir. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast NA-til.

Á fimmtudag:

Sunnan og suðaustan 5-10 m/s. Rigning S- og V-til, en annars bjartviðri. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag:

Sunnan 5-10 m/s og rigning, en bjart með köflum og úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á A-landi.

Á laugardag:

Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en líkur á lítilsháttar skúrum víða. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SV-landi.

Á sunnudag:

Lítur út fyrir hæga vestlæga átt og lítilsháttar vætu. Heldur kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×