Hyundai með besta viðmótsskorið Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:17 Hyundai i10 smábíllinn. Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent