Rikki G missti sig í útsendingu: "Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júlí 2014 16:52 Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira