Lofa sól og blíðu á Ísafirði um verslunarmannahelgina Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2014 20:00 Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Mótshaldarar lofa góðu stuði og segja drulluna í ár vera einstaklega góða. „Þetta er búið að vera blautt sumar, þannig að við eigum von á góðri drullu,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans í ár. En hvað er svona skemmtilegt við Mýrarboltann? „Þetta er nú eiginlega rannsóknarefni. Ef þú ferð til dæmis á leikskóla og sérð krakka vera að drullumalla í pollum, þeim finnst það rosalega gaman. Ég held að það sé eitthvað í eðli okkar, það að vera í svona drullumalli, það er ógeðslega gaman,“ segir Jóhann. En Mýrarboltinn er ekki bara stanslaus átök, þetta er líka góð skemmtun? „Já heldur betur. Stemningin hérna á svæðinu er rosalega góð. Fólk heldur kannski að það þurfi að vera í einhverju toppformi eða kunna að spila fótbolta, en það er ekki rétt. Við höfum fengið hingað fólk sem hefur aldrei snert fórbolta á ævinni, og það hefur hamast í drullunni og skemmt sér stórkostlega,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki Mýrarboltans í ár. Það stefnir því allt í stórskemmtilegt Evrópumeistaramót í Mýrarbolta um verslunarmannahelgina. En þá er það bara stóra spurningin - hvernig er veðurspáin? „Jú við erum búnir að fylgjast mjög vel með langtímaspánni. Okkur sýnist besta veðrið vera hér,“ segir Jón Páll. „Já, og svo er skítaveður í Heimaey,“ segir Jóhann Bæring, í gamansömum tón. Mýrarboltinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Mótshaldarar lofa góðu stuði og segja drulluna í ár vera einstaklega góða. „Þetta er búið að vera blautt sumar, þannig að við eigum von á góðri drullu,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans í ár. En hvað er svona skemmtilegt við Mýrarboltann? „Þetta er nú eiginlega rannsóknarefni. Ef þú ferð til dæmis á leikskóla og sérð krakka vera að drullumalla í pollum, þeim finnst það rosalega gaman. Ég held að það sé eitthvað í eðli okkar, það að vera í svona drullumalli, það er ógeðslega gaman,“ segir Jóhann. En Mýrarboltinn er ekki bara stanslaus átök, þetta er líka góð skemmtun? „Já heldur betur. Stemningin hérna á svæðinu er rosalega góð. Fólk heldur kannski að það þurfi að vera í einhverju toppformi eða kunna að spila fótbolta, en það er ekki rétt. Við höfum fengið hingað fólk sem hefur aldrei snert fórbolta á ævinni, og það hefur hamast í drullunni og skemmt sér stórkostlega,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki Mýrarboltans í ár. Það stefnir því allt í stórskemmtilegt Evrópumeistaramót í Mýrarbolta um verslunarmannahelgina. En þá er það bara stóra spurningin - hvernig er veðurspáin? „Jú við erum búnir að fylgjast mjög vel með langtímaspánni. Okkur sýnist besta veðrið vera hér,“ segir Jón Páll. „Já, og svo er skítaveður í Heimaey,“ segir Jóhann Bæring, í gamansömum tón.
Mýrarboltinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira