Hætta að framleiða bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 09:53 Verksmiðja Renault í Rússlandi. Bílaframleiðendur sem reist hafa verksmiðjur í Rússlandi íhuga nú að loka þeim. Liggja þar nokkrar ástæður að baki. Fyrir það fyrsta er hríðlækkandi sala nýrra bíla í Rússlandi og gæti bílamarkaðurinn í ár hrunið um 26-30%. Auk þess fara skattar á þá nýju bíla sem fluttir eru inn til Rússlands lækkandi vegna alþjóðasamninga sem Rússar hafa undirritað. Þeir hafa verið 25% fram að þessu og því hefur borgað sig fyrir erlenda bílaframleiðendur að framleiða bíla sína í Rússlandi. Þessi skattur mun lækka í þrepum niður í 15% til ársins 2019 og því verður sífellt minni ávinningur fólginn í því að framleiða bíla í Rússlandi. Áður en hin mikla ólga skapaðist í Rússlandi vegna átakanna á Krímskaga hafði því verið spáð að 2,9 milljónir bíla myndu seljast í Rússlandi í ár, en nú er aðeins búist við að það verði ríflega 2 milljónir bíla. Fyrir ólguna var því spáð að Rússland myndi taka við krúnunni af Þýskalandi sem stærsta bílasöluland Evrópu árið 2016. Það er hætt við því að svo verði ekki í bráð. Núna er um 52% nýrra bíla sem seldir eru í Rússlandi framleiddir þar, en spáð er að sú tala fari niður í 26%. Ekki yrði það til að hjálpa atvinnulífinu í Rússlandi og frekara skref til einangrunar landsins. Mjög lítill hluti þeirra nýju bíla sem seljast í Rússlandi eru framleiddir af innlendum framleiðendunum og hefur hluti þeirra farið síminnkandi á undanförnum árum. Það gæti þó breyst með þessum hræringum. Búist er þó við því að frönsku framleiðendurnir PSA og Renault, auk BMW, sem öll hafa náð góðum árangri í sölu bíla í Rússlandi, muni halda áfram að framleiða bíla þar. Ef ástandið í Rússlandi heldur áfram að versna er þó alls ekki víst að það gangi eftir. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent
Bílaframleiðendur sem reist hafa verksmiðjur í Rússlandi íhuga nú að loka þeim. Liggja þar nokkrar ástæður að baki. Fyrir það fyrsta er hríðlækkandi sala nýrra bíla í Rússlandi og gæti bílamarkaðurinn í ár hrunið um 26-30%. Auk þess fara skattar á þá nýju bíla sem fluttir eru inn til Rússlands lækkandi vegna alþjóðasamninga sem Rússar hafa undirritað. Þeir hafa verið 25% fram að þessu og því hefur borgað sig fyrir erlenda bílaframleiðendur að framleiða bíla sína í Rússlandi. Þessi skattur mun lækka í þrepum niður í 15% til ársins 2019 og því verður sífellt minni ávinningur fólginn í því að framleiða bíla í Rússlandi. Áður en hin mikla ólga skapaðist í Rússlandi vegna átakanna á Krímskaga hafði því verið spáð að 2,9 milljónir bíla myndu seljast í Rússlandi í ár, en nú er aðeins búist við að það verði ríflega 2 milljónir bíla. Fyrir ólguna var því spáð að Rússland myndi taka við krúnunni af Þýskalandi sem stærsta bílasöluland Evrópu árið 2016. Það er hætt við því að svo verði ekki í bráð. Núna er um 52% nýrra bíla sem seldir eru í Rússlandi framleiddir þar, en spáð er að sú tala fari niður í 26%. Ekki yrði það til að hjálpa atvinnulífinu í Rússlandi og frekara skref til einangrunar landsins. Mjög lítill hluti þeirra nýju bíla sem seljast í Rússlandi eru framleiddir af innlendum framleiðendunum og hefur hluti þeirra farið síminnkandi á undanförnum árum. Það gæti þó breyst með þessum hræringum. Búist er þó við því að frönsku framleiðendurnir PSA og Renault, auk BMW, sem öll hafa náð góðum árangri í sölu bíla í Rússlandi, muni halda áfram að framleiða bíla þar. Ef ástandið í Rússlandi heldur áfram að versna er þó alls ekki víst að það gangi eftir.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent