Ógnvekjandi brekkuklifur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 10:52 Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent