Sport

Thorpe kominn út úr skápnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thorpe vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og tveggja í Aþenu fjórum árum síðar.
Thorpe vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og tveggja í Aþenu fjórum árum síðar. Vísir/Getty
"Ég er búinn að velta þessu lengi fyrir mér. Ég er ekki gagnkynhneigður," sagði ástralski sundkappinn Ian Thorpe í viðtali við Sir Michael Parkinson á Channel 1 í dag.

Thorpe, sem er 31 árs, hefur áður neitað því að hann sé hommi, en í ævisögu sinni, This Is Me, sem kom út fyrir tveimur árum, sagði sundkappinn að hann væri gagnkynhneigður.

"Ég hef viljað koma út úr skápnum í nokkurn tíma en ég gat það ekki - mér fannst eins og ég gæti það ekki," sagði Thorpe í viðtalinu, en hann hefur m.a. unnið fimm Ólympíugull á farsælum ferli.

Ástralinn hefur talað opinskátt um glímu sína við þunglyndi og alkahólisma, en fyrr á þessu ári var hann lagður inn á meðferðarstofnun eftir að hafa fundist skammt frá heimili foreldra sinna í annarlegu ástandi.

Stuðningsyfirlýsingum yfir rignt yfir Thorpe í kjölfarið á fréttunum, en meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið er ástralska sunddrottningin Stephanie Rice.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×