5 ástæður fyrir því að vakna snemma Rikka skrifar 14. júlí 2014 09:00 Vaknaðu snemma og vertu hress Mynd/Getty Áttu stundum erfitt með að vakna og koma þér af stað á morgnana? Hangirðu fyrir framan sjónvarpið langt fram á kvöld áður en að þú lekur svo í rúmið. Þú ættir alveg endilega að breyta þessari rútínu og koma þér fyrr í rúmið á kvöldin og vakna svo eldsnemma. Hérna eru fimm góðar ástæður fyrir því:Rannsóknir sýna að þeir sem að venja sig á að vakna snemma eru líklegri til að drífa sig út að hreyfa sig en þeir sem að sofa frameftir. Þeim sem að finnst gott að lúlla lengi finna síður tíma til þess að fara í ræktina og sitja því mun meira en þeir sem að rifu sig framúr. Morgunhanar eru glaðari og jákvæðari en kúrarar. Líklega er það út af því að rútína virðist gera andlegri heilsu gott. Þeir sem að vakna snemma eru oft duglegri og koma hlutunum í verk enda búnir með morgunverkin og meira til þegar aðrir eru að nudda stírurnar úr augunum. Samkvæmt rannsóknum þá virðast þeir sem að vakna seinna borða allt að 250 hitaeiningum meira daglega en morgunhanarnir. Önnur rannsókn sýndi svo fram á að þeir sem að rísa snemma úr rekkju eru ólíklegri til að finna fyrir þunglyndiseinkennum. Það er því þess virði að reyna að vakna fyrr og vera hress. Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið
Áttu stundum erfitt með að vakna og koma þér af stað á morgnana? Hangirðu fyrir framan sjónvarpið langt fram á kvöld áður en að þú lekur svo í rúmið. Þú ættir alveg endilega að breyta þessari rútínu og koma þér fyrr í rúmið á kvöldin og vakna svo eldsnemma. Hérna eru fimm góðar ástæður fyrir því:Rannsóknir sýna að þeir sem að venja sig á að vakna snemma eru líklegri til að drífa sig út að hreyfa sig en þeir sem að sofa frameftir. Þeim sem að finnst gott að lúlla lengi finna síður tíma til þess að fara í ræktina og sitja því mun meira en þeir sem að rifu sig framúr. Morgunhanar eru glaðari og jákvæðari en kúrarar. Líklega er það út af því að rútína virðist gera andlegri heilsu gott. Þeir sem að vakna snemma eru oft duglegri og koma hlutunum í verk enda búnir með morgunverkin og meira til þegar aðrir eru að nudda stírurnar úr augunum. Samkvæmt rannsóknum þá virðast þeir sem að vakna seinna borða allt að 250 hitaeiningum meira daglega en morgunhanarnir. Önnur rannsókn sýndi svo fram á að þeir sem að rísa snemma úr rekkju eru ólíklegri til að finna fyrir þunglyndiseinkennum. Það er því þess virði að reyna að vakna fyrr og vera hress.
Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið