Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 17:01 Sigurður Þórðarson. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
„Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira