Forstjóri Nissan með 1.515 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 13:30 Carlos Ghosn forstjóri Renault-Nissan. Carlos Ghosn, forstjóri Nissan og Renault fékk 1.515 milljón króna í laun á síðasta uppgjörsári sem lauk 31. mars síðastliðinn. Hann fékk 10 milljónir bandaríkjadala frá Nissan og 3,13 milljónir dala frá Renault. Hann er fyrir vikið hæst launaði forstjóri japanskra bílaframleiðenda og er með fjórföld laun forstjóra Toyota þrátt fyrir að hagnaður Toyota hafi verið fimm sinnum meiri á uppgjörsárinu. Carlos Ghosn hefur verið með hæstu laun forstjóra japanskra bílaframleiðenda í þrjú af síðastu fjórum árum. Það vekur upp spurningar af hverju Ghosn er enn svo hátt launaður í ljósi þess að hagnaður Nissan jókst minnst allra japanskra bílaframeiðenda á síðasta ári, eða aðeins um 0,7%. Þrátt fyrir að Ghosn sé með há laun eru kollegar hans í Evrópu og Bandaríkjunum margir hverjir með hærri laun. Alan Mulally forstjóri Ford var með 2.620 milljónir í laun í fyrra og Mary Barra forstjóri GM var með 1.640 milljónir króna. Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen var með 2.280 milljónir, en Dieter Zetsche forstjóri Mercedes Benz 1.250 milljónir króna. Allir eiga því þessir forstjórar fyrir salti í grautinn, þó talsvert muni á þeim. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Carlos Ghosn, forstjóri Nissan og Renault fékk 1.515 milljón króna í laun á síðasta uppgjörsári sem lauk 31. mars síðastliðinn. Hann fékk 10 milljónir bandaríkjadala frá Nissan og 3,13 milljónir dala frá Renault. Hann er fyrir vikið hæst launaði forstjóri japanskra bílaframleiðenda og er með fjórföld laun forstjóra Toyota þrátt fyrir að hagnaður Toyota hafi verið fimm sinnum meiri á uppgjörsárinu. Carlos Ghosn hefur verið með hæstu laun forstjóra japanskra bílaframleiðenda í þrjú af síðastu fjórum árum. Það vekur upp spurningar af hverju Ghosn er enn svo hátt launaður í ljósi þess að hagnaður Nissan jókst minnst allra japanskra bílaframeiðenda á síðasta ári, eða aðeins um 0,7%. Þrátt fyrir að Ghosn sé með há laun eru kollegar hans í Evrópu og Bandaríkjunum margir hverjir með hærri laun. Alan Mulally forstjóri Ford var með 2.620 milljónir í laun í fyrra og Mary Barra forstjóri GM var með 1.640 milljónir króna. Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen var með 2.280 milljónir, en Dieter Zetsche forstjóri Mercedes Benz 1.250 milljónir króna. Allir eiga því þessir forstjórar fyrir salti í grautinn, þó talsvert muni á þeim.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent