Hamilton sækir innblástur til Muhammads Ali Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 15:45 Lewis Hamilton er í öðru sæti stigakeppninnar. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti