Húsbíll fauk á hliðina og ferðamenn fela sig neðanjarðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2014 15:12 MYND/ÆGIR ÞÓR ÞÓRSSON Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við. Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við.
Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira