Varamaðurinn Krul hetja Hollands 5. júlí 2014 19:30 Vísir/Getty Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira