Byrjaðu daginn rétt! Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 5. júlí 2014 16:10 Ertu morgunhani eða nátthrafn Mynd/Getty Hvort sem að þú ert morgunhani eða nátthrafn er gott að byrja daginn vel. Hér eru nokkur ráð til þess. 1. Fáðu nægan svefn. Svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn til þessa að vakna úthvíldir á morgnana og hafa næga orku út daginn. Farðu fyrr að sofa og vaknaðu fyrr til þess að geta slakað á í morgunsárið og byrja ekki daginn í streituástandi. 2.Fáðu nægan vökva. Líkaminn missir allt að 1 lítra af vatni á nóttunni og þarf að bæta honum upp vökvatapið til þess að frumur líkamans geti starfað eðlilega. Vatnsdrykkja í morgunsárið hjálpar einnig til við hreinsun líkamans og getur bætt meltingu morgunmatarins. Gott er að byrja daginn á því að fá sér eitt stórt vatnsglas, með eða án sítrónu. 3. Byrjaðu daginn á því að fara í sturtu. Það er bæði notalegt og hressandi að skella sér í heita sturtu í morgunsárið og fara hreinn og ferskur inn í daginn 4. Spilaðu tónlist. Kveiktu á einhverri tónlist sem þér finnst skemmtileg og hjálpar þér setja tóninn fyrir daginn. Skiptir engu máli hvernig tónlist það er, á meðan hún lætur þér líða vel. 5. Náðu tengingu. Taktu þér nokkrar mínútur í að gera slökun, hugleiðslu eða einfaldar öndunaræfingar. Það hjálpar þér að ná einbeitingu og fara inn í daginn með kyrran huga. 6. Hreyfðu þig. Líkaminn þarf tíma til þess að vakna alveg eins og hugurinn. Taktu stuttan göngutúr, gerðu teygjur eða jóga eða hvað sem lætur þér líða vel og gefur þér orku til þess að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. 7. Borðaðu morgunmat. Margir sleppa morgunmatnum vegna tímaleysis eða til þess að reyna að grennast. Morgunmatur gefur okkur orku fyrir daginn, bætir vitræna starfsemi okkar, eykur námsárangur og er neysla hans einnig talin geta minnkað líkur á offitu. Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið
Hvort sem að þú ert morgunhani eða nátthrafn er gott að byrja daginn vel. Hér eru nokkur ráð til þess. 1. Fáðu nægan svefn. Svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn til þessa að vakna úthvíldir á morgnana og hafa næga orku út daginn. Farðu fyrr að sofa og vaknaðu fyrr til þess að geta slakað á í morgunsárið og byrja ekki daginn í streituástandi. 2.Fáðu nægan vökva. Líkaminn missir allt að 1 lítra af vatni á nóttunni og þarf að bæta honum upp vökvatapið til þess að frumur líkamans geti starfað eðlilega. Vatnsdrykkja í morgunsárið hjálpar einnig til við hreinsun líkamans og getur bætt meltingu morgunmatarins. Gott er að byrja daginn á því að fá sér eitt stórt vatnsglas, með eða án sítrónu. 3. Byrjaðu daginn á því að fara í sturtu. Það er bæði notalegt og hressandi að skella sér í heita sturtu í morgunsárið og fara hreinn og ferskur inn í daginn 4. Spilaðu tónlist. Kveiktu á einhverri tónlist sem þér finnst skemmtileg og hjálpar þér setja tóninn fyrir daginn. Skiptir engu máli hvernig tónlist það er, á meðan hún lætur þér líða vel. 5. Náðu tengingu. Taktu þér nokkrar mínútur í að gera slökun, hugleiðslu eða einfaldar öndunaræfingar. Það hjálpar þér að ná einbeitingu og fara inn í daginn með kyrran huga. 6. Hreyfðu þig. Líkaminn þarf tíma til þess að vakna alveg eins og hugurinn. Taktu stuttan göngutúr, gerðu teygjur eða jóga eða hvað sem lætur þér líða vel og gefur þér orku til þess að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. 7. Borðaðu morgunmat. Margir sleppa morgunmatnum vegna tímaleysis eða til þess að reyna að grennast. Morgunmatur gefur okkur orku fyrir daginn, bætir vitræna starfsemi okkar, eykur námsárangur og er neysla hans einnig talin geta minnkað líkur á offitu.
Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið