„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 10:47 Nanna Björk Barkardóttir æfir sund með Sundfélaginu Óðni á Akureyri. „Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði. Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði.
Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27