Tónlist

Schoolboy Q á Twitter: Ennþá á leið til Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Schoolboy á sviði.
Schoolboy á sviði. NordicPhotos/AFP
Rapparinn Schoolboy Q, sem á að stíga á svið á Secret Solstice-tónleikahátíðinni á morgun, skrifar á Twitter í gærnótt skilaboð sem lauslega mætti þýða sem „Ég er enn á leið til Íslands á morgun og til New York á miðvikudaginn.“

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í vikunni að Schoolboy hefði verið handtekinn í tengslum við skotárás sem átti sér stað fyrir utan tónleika hans og kollega hans, Nas og Flying Lotus. Þessar fregnir virðast hafa verið úr lausu lofti gripnar ef taka má mark á tístum hans, sem sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Schoolboy Q fær góða dóma fyrir tónleika um helgina

Rapparinn skemmti í Nýja Sjálandi á föstudagskvöldið og hrundu hlutir úr loftinu, slík var stemningin að sögn gagnrýnanda The New Zealand Herald. Rapparinn kemur fram á sunnudagskvöld á Secret Solstice hátíðinni.

Enn bætist við á Secret Solstice

Átján nýir listamenn bætast við á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer dagana 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×