Ford opnar 88 söluumboð í Kína sama daginn Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 09:57 Ford á bílasýningu í Kína. Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent