Kári fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku-jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júní 2014 07:30 Kári fagnar sigri á NAGA glímumótinu fyrr á þessu ári. Mynd/Kári Gunnarsson Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn