Kári fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku-jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júní 2014 07:30 Kári fagnar sigri á NAGA glímumótinu fyrr á þessu ári. Mynd/Kári Gunnarsson Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira