Nýr meirihluti í Reykjavík: Þetta eru helstu stefnumálin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:36 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. vísir/vilhelm Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní. Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.
Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48