Nýr meirihluti í Reykjavík: Þetta eru helstu stefnumálin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:36 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. vísir/vilhelm Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní. Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.
Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48