Vaknar við fuglasöng í Fossvoginum Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2014 09:00 Helga Björnsdóttir Mynd/úr einkasafni Helga Björnsdóttir er fjölhæf og upptekin ung kona. Hún hóf nýlega störf hjá Eimskip, er í mastersnámi í lögfræði við Háskóla Íslands og hefur samhliða laganáminu rekið fyritækið Minicards Iceland ásamt manni sínum Kjartani Henry Finnbogasyni. Helga æfði samkvæmisdans á yngri árum og varð Norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. Hún kenndi dans í nokkur ár eftir að hún hætti sjálf, er mikil áhugamanneskja um hreyfingu og heilbrigt líferni og hefur starfað sem kennari hjá Hreyfingu um árabil. Við fengum þessa geislandi, ungu konu til þess að segja okkur frá morgunvenjum sínum. 05:20 Á hverjum morgni vakna ég við bestu vekjaraklukku í heimi – fallegan fuglasöng úr Fossvogsdalnum. Ef ég er að kenna morguntíma í Hreyfingu þá vakna ég kl. 05:20 og kenni svo oftast frá 06:10-07:00. Fyrir tímann fæ ég mér alltaf eitt stórt vatnsglas og stundum heitt vatn með sítrónu. Ég á oftast mjög erfitt með að koma morgunmat ofan í mig fyrir kennslu. 07:00-08:00 Eftir kennsluna nýt ég þess að fara í sturtu og hafa mig til fyrir daginn í notalega umhverfinu í Hreyfingu. Ef ég er ekki á mikilli hraðferð leyfi ég mér nokkrar mínútur í gufunni áður en áfram er haldið. Ég gríp mér ansi oft góðan boost úr afgreiðslunni í Hreyfingu og oftast er það græn spínat bomba eða snillingur sem verður fyrir valinu: Vatn, hafrar, súkkulaðiprótín, bláber, jarðaber og hörfræ. Ég tek oft einn extra (barnvænan) með fyrir dóttur mína sem finnst mikið sport að fá slíka heimsendingu.Helga ásamt dótturinni08:00 Kem heim og hefst handa við að vekja fjölskyldumeðlimi. Í kjölfarið tekur við mikil barátta móður og dóttur um fataval þeirrar yngri fyrir leikskólann. Ég tapa lang oftast þeirri baráttu og pabbinn skerst alla jafna í leikinn og finnur lausn á málunum. 08:20 Keyri dóttur mína í leikskólann og þessi bíltúr er oftast minn uppáhalds tími dagsins. Við ræðum um heima og geima og stundum syngjum við á leiðinni. Við erum líka alltaf í keppni um hver kemur fyrr auga á gulan bíl í umferðinni. Hún vinnur mig líka í þeirri keppni – en það er af því að ég leyfi henni það. 08:40-10:00 Mæti í vinnuna, upp á skrifstofur Eimskips í Korngörðum og byrja á því að sækja mér einn sterkan kaffi. Þar sem ég hef nýlega hafið störf er hver vinnudagur mjög skemmtilegur og lærdómsríkur. Um 10:00 leytið sækjum við samstarfskonurnar okkur oft hrökkbrauð eða ég fæ mér banana eða hámark í millimál. 12:00 Borða hádegismat í vinnunni og oftar en ekki samanstendur hann af súpu og góðu úrvali úr salatbarnum. Stundum geri ég mér dagamun og hitti Kjartan eða vinkonu í hádegismat og þá finnst mér gott að fara á Local í Borgartúni. Heilsa Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Helga Björnsdóttir er fjölhæf og upptekin ung kona. Hún hóf nýlega störf hjá Eimskip, er í mastersnámi í lögfræði við Háskóla Íslands og hefur samhliða laganáminu rekið fyritækið Minicards Iceland ásamt manni sínum Kjartani Henry Finnbogasyni. Helga æfði samkvæmisdans á yngri árum og varð Norðurlandameistari og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. Hún kenndi dans í nokkur ár eftir að hún hætti sjálf, er mikil áhugamanneskja um hreyfingu og heilbrigt líferni og hefur starfað sem kennari hjá Hreyfingu um árabil. Við fengum þessa geislandi, ungu konu til þess að segja okkur frá morgunvenjum sínum. 05:20 Á hverjum morgni vakna ég við bestu vekjaraklukku í heimi – fallegan fuglasöng úr Fossvogsdalnum. Ef ég er að kenna morguntíma í Hreyfingu þá vakna ég kl. 05:20 og kenni svo oftast frá 06:10-07:00. Fyrir tímann fæ ég mér alltaf eitt stórt vatnsglas og stundum heitt vatn með sítrónu. Ég á oftast mjög erfitt með að koma morgunmat ofan í mig fyrir kennslu. 07:00-08:00 Eftir kennsluna nýt ég þess að fara í sturtu og hafa mig til fyrir daginn í notalega umhverfinu í Hreyfingu. Ef ég er ekki á mikilli hraðferð leyfi ég mér nokkrar mínútur í gufunni áður en áfram er haldið. Ég gríp mér ansi oft góðan boost úr afgreiðslunni í Hreyfingu og oftast er það græn spínat bomba eða snillingur sem verður fyrir valinu: Vatn, hafrar, súkkulaðiprótín, bláber, jarðaber og hörfræ. Ég tek oft einn extra (barnvænan) með fyrir dóttur mína sem finnst mikið sport að fá slíka heimsendingu.Helga ásamt dótturinni08:00 Kem heim og hefst handa við að vekja fjölskyldumeðlimi. Í kjölfarið tekur við mikil barátta móður og dóttur um fataval þeirrar yngri fyrir leikskólann. Ég tapa lang oftast þeirri baráttu og pabbinn skerst alla jafna í leikinn og finnur lausn á málunum. 08:20 Keyri dóttur mína í leikskólann og þessi bíltúr er oftast minn uppáhalds tími dagsins. Við ræðum um heima og geima og stundum syngjum við á leiðinni. Við erum líka alltaf í keppni um hver kemur fyrr auga á gulan bíl í umferðinni. Hún vinnur mig líka í þeirri keppni – en það er af því að ég leyfi henni það. 08:40-10:00 Mæti í vinnuna, upp á skrifstofur Eimskips í Korngörðum og byrja á því að sækja mér einn sterkan kaffi. Þar sem ég hef nýlega hafið störf er hver vinnudagur mjög skemmtilegur og lærdómsríkur. Um 10:00 leytið sækjum við samstarfskonurnar okkur oft hrökkbrauð eða ég fæ mér banana eða hámark í millimál. 12:00 Borða hádegismat í vinnunni og oftar en ekki samanstendur hann af súpu og góðu úrvali úr salatbarnum. Stundum geri ég mér dagamun og hitti Kjartan eða vinkonu í hádegismat og þá finnst mér gott að fara á Local í Borgartúni.
Heilsa Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira