Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 30-28 | Stelpurnar luku keppni með sæmd Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Íslands. Vísir/valli Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið." Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira