Fótbolti

Sara Björk: Þorum ekki að halda boltanum og spila honum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, var mátulega kát með jafnteflið sem náðist gegn Dönum í undankeppni HM 2015 í Vejle í dag.

„Við ætluðum að koma og ná í þrjú stig. Eitt stig mun hugsanlega ekki duga okkur, en Freyr talaði um að það væru 95 prósent líkur á að það verði ekki nóg. Þetta er svekkjandi,“ sagði Sara Björk við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ, eftir leikinn.

„Við gerðum þeim erfitt fyrir og náðum að pressa þær vel í byrjun fyrri hálfleiks. Þær vissu ekkert hvað þær áttu að gera og við skoruðum á þær. Svo fengum við klaufalegt mark á okkur og hleyptum þeim inn í leikinn.“

„Mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum en eins og í fyrri hálfleik getum við verið betri í að halda boltanum. Við erum að sparka honum of langt og ekki að þora að halda í boltann og spila. Fyrir utan það áttum við fínasta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×