Ertu að fá nægan svefn? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 16. júní 2014 14:40 Sefurðu nóg? Mynd/Getty Svefn er gríðarlega mikilvægur þáttur þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Niðurstöður rannsókna um æskilega lengd nætursvefns eru mismunandi og er það málefni sem ennþá er verið að rannsaka og kemur vonandi betur í ljós á næstu árum. Sérfræðingar í faginu eru því ekki sammála um hversu mikinn nætursvefn við þurfum og virðist það vera nokkuð einstaklingsbundið hversu marga klukkutíma fólk þarf til þess að vakna úthvílt á morgnanna. Flestar rannsóknir benda þó til þess að fullorðnir þurfi að sofa 7-8 tíma en börn en unglingar þurfa talvert meiri svefn en fullorðnir. Aldraðir þurfa aftur á móti aðeins minni svefn. Svefnraskanir og svefnleysi eru nokkuð algeng fyrirbæri í nútímasamfélagi. Ástæður þess eru margvíslegar en þar sem fólk er oftar en ekki undir miklu álagi, kröfurnar eru miklar og áreitið einnig, getur það haft veruleg áhrif á svefnmynstur fólks. Í ljósi þess hversu mikilvægur svefn er okkur er æskilegt að grípa til aðgerða og leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eða lækni ef svefnleysi verður langvarandi vandamál. Hér koma svo nokkur ráð sem hægt að er prófa fyrir betri nætursvefn:Búðu til fastar svefnvenjur. Farðu að sofa og vaknaðu á svipuðum tíma alla daga vikunnar. Einnig getur gott að vera með einhverjar fastar venjur áður en lagst er til rekkju, fara í heitt bað með róandi olíum eða lesa bók í stutta stund.Veldu góðan kodda. Hægt er að fá margar mismunandi tegundir af koddum eftir því hvort sofið er á bakinu, maganum eða á hliðinni. Einnig er til mikið úrval af heilsukoddum en það getur tekið smá tíma að venjast þeim.Passaðu að herbergið sé almyrkvað og forðastu allan hávaða. Ef að mikil birta kemur inn í svefniherbergið er hægt að festa kaup á svefngrímu og einnig getur verið gott að eiga til eyrnatappa til að útiloka öll umhverfishljóð sem geta borist inn í svefnherbergið.Ekki vera of lengi í tölvunni á kvöldin. Ljósið frá tölvunni er hannað til þess að líkja eftir dagsbirtu og getur blekkt heilann og dregið úr framleiðslu melatóníns. Melatónín er hormón sem á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku okkar og stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin. Minnkuð framleiðsla getur þannig orðið til þess að erfiðara er að festa svefn. Fáðu næga hreyfingu yfir daginn. Líkamsrækt stuðlar að heilbrigðum svefni. Ekki er þó mælt með því að hreyfa sig rétt fyrir svefn.Takmarkaðu áfengisneyslu þína. Það er algengur misskilningur að áfengi hjálpi til við svefn en raunin er að áfengi truflar svefn og fólk hvílist síður eftir neyslu áfengis.Slökun og hugleiðsla hjálpar til við að kyrra hugann og slaka líkamann og hefur reynst mörgum vel til þess að eiga auðveldara með svefn, sérstaklega þeim sem eiga það til að geta ekki slökkt á áhyggjuhugsunum rétt fyrir svefn.Takmarkaðu neyslu koffíns yfir daginn og ekki drekka kaffi eða aðra koffíndrykki nokkrum klukkustundum fyrir svefn. Heilsa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Svefn er gríðarlega mikilvægur þáttur þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Niðurstöður rannsókna um æskilega lengd nætursvefns eru mismunandi og er það málefni sem ennþá er verið að rannsaka og kemur vonandi betur í ljós á næstu árum. Sérfræðingar í faginu eru því ekki sammála um hversu mikinn nætursvefn við þurfum og virðist það vera nokkuð einstaklingsbundið hversu marga klukkutíma fólk þarf til þess að vakna úthvílt á morgnanna. Flestar rannsóknir benda þó til þess að fullorðnir þurfi að sofa 7-8 tíma en börn en unglingar þurfa talvert meiri svefn en fullorðnir. Aldraðir þurfa aftur á móti aðeins minni svefn. Svefnraskanir og svefnleysi eru nokkuð algeng fyrirbæri í nútímasamfélagi. Ástæður þess eru margvíslegar en þar sem fólk er oftar en ekki undir miklu álagi, kröfurnar eru miklar og áreitið einnig, getur það haft veruleg áhrif á svefnmynstur fólks. Í ljósi þess hversu mikilvægur svefn er okkur er æskilegt að grípa til aðgerða og leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eða lækni ef svefnleysi verður langvarandi vandamál. Hér koma svo nokkur ráð sem hægt að er prófa fyrir betri nætursvefn:Búðu til fastar svefnvenjur. Farðu að sofa og vaknaðu á svipuðum tíma alla daga vikunnar. Einnig getur gott að vera með einhverjar fastar venjur áður en lagst er til rekkju, fara í heitt bað með róandi olíum eða lesa bók í stutta stund.Veldu góðan kodda. Hægt er að fá margar mismunandi tegundir af koddum eftir því hvort sofið er á bakinu, maganum eða á hliðinni. Einnig er til mikið úrval af heilsukoddum en það getur tekið smá tíma að venjast þeim.Passaðu að herbergið sé almyrkvað og forðastu allan hávaða. Ef að mikil birta kemur inn í svefniherbergið er hægt að festa kaup á svefngrímu og einnig getur verið gott að eiga til eyrnatappa til að útiloka öll umhverfishljóð sem geta borist inn í svefnherbergið.Ekki vera of lengi í tölvunni á kvöldin. Ljósið frá tölvunni er hannað til þess að líkja eftir dagsbirtu og getur blekkt heilann og dregið úr framleiðslu melatóníns. Melatónín er hormón sem á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku okkar og stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin. Minnkuð framleiðsla getur þannig orðið til þess að erfiðara er að festa svefn. Fáðu næga hreyfingu yfir daginn. Líkamsrækt stuðlar að heilbrigðum svefni. Ekki er þó mælt með því að hreyfa sig rétt fyrir svefn.Takmarkaðu áfengisneyslu þína. Það er algengur misskilningur að áfengi hjálpi til við svefn en raunin er að áfengi truflar svefn og fólk hvílist síður eftir neyslu áfengis.Slökun og hugleiðsla hjálpar til við að kyrra hugann og slaka líkamann og hefur reynst mörgum vel til þess að eiga auðveldara með svefn, sérstaklega þeim sem eiga það til að geta ekki slökkt á áhyggjuhugsunum rétt fyrir svefn.Takmarkaðu neyslu koffíns yfir daginn og ekki drekka kaffi eða aðra koffíndrykki nokkrum klukkustundum fyrir svefn.
Heilsa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira