Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 23:14 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags. Hestar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags.
Hestar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira