Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 16:17 Moskan á að rísa hér. „Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira