Bláalonsþrautin 2014 Rikka skrifar 2. júní 2014 16:01 Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Bláa lónið halda fjallahjólakeppninaBlue Lagoon Challenge laugardaginn 7.júní næstkomandi. Keppnin er nú haldin í 16. skiptið, en mótið hefur vaxið margfalt undanfarin ár, Búist við verulegri aukningu í skráningum að þessu sinni og er nú þegar yfir 500 keppendur skráðir til leiks, en hámarksfjöldi þátttakenda er 600. Keppendur hjóla 60 km leið frá Hafnarfirði, um Krísuvíkurveg inn að Djúpavatnsleið inn á Suðurstrandarveg áleiðis til Grindavíkur, og að lokum er hjólaður vegslóði við fjallið Þorbjörn, niður að Bláa lóninu, en þar er endamark.Bláa lóns þrautin 2014Mynd/hrfMikil vinna er lögð í umgjörð mótsins og leggur fjöldi sjálfboða hönd á plóg.„Í fyrra ringdi talsvert á keppendur, en spáin er mjög góð núna. Allir keppendur hafa kost á því að fara frítt í bláa lónið að keppnilokinni, og verður verðlaunaafhending á bakkanum við bláa lónið. Viðgerum við ráð fyrir mjög góðri stemningu þar. Það er varla margt jafnþægilegt og það að skella sér í Bláa lónið til að slaka á af eftirkeppni, fá sér hressingu og spjalla við hina keppendurna." segirReynir Þ. Hübner, einn aðstandenda keppninnar.Skráningarfrestur rennur út í kvöld, en mögulega verður fresturinn framlengdur fram á fimmtudag - ef eitthvað verður af lausum miðum.Mæting er við Ásvalalaug í Hafnarfirði og er ræsing kl 16:00 álaugardag. Fyrir framan Ásvallalaug verður þar sem hjólreiðaverslanirkoma til með að sýna nýjungar, veita ráðgjöf, og aðstoða keppendur viðstillingar á hjólum fyrir keppnina.Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna hér. Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið
Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Bláa lónið halda fjallahjólakeppninaBlue Lagoon Challenge laugardaginn 7.júní næstkomandi. Keppnin er nú haldin í 16. skiptið, en mótið hefur vaxið margfalt undanfarin ár, Búist við verulegri aukningu í skráningum að þessu sinni og er nú þegar yfir 500 keppendur skráðir til leiks, en hámarksfjöldi þátttakenda er 600. Keppendur hjóla 60 km leið frá Hafnarfirði, um Krísuvíkurveg inn að Djúpavatnsleið inn á Suðurstrandarveg áleiðis til Grindavíkur, og að lokum er hjólaður vegslóði við fjallið Þorbjörn, niður að Bláa lóninu, en þar er endamark.Bláa lóns þrautin 2014Mynd/hrfMikil vinna er lögð í umgjörð mótsins og leggur fjöldi sjálfboða hönd á plóg.„Í fyrra ringdi talsvert á keppendur, en spáin er mjög góð núna. Allir keppendur hafa kost á því að fara frítt í bláa lónið að keppnilokinni, og verður verðlaunaafhending á bakkanum við bláa lónið. Viðgerum við ráð fyrir mjög góðri stemningu þar. Það er varla margt jafnþægilegt og það að skella sér í Bláa lónið til að slaka á af eftirkeppni, fá sér hressingu og spjalla við hina keppendurna." segirReynir Þ. Hübner, einn aðstandenda keppninnar.Skráningarfrestur rennur út í kvöld, en mögulega verður fresturinn framlengdur fram á fimmtudag - ef eitthvað verður af lausum miðum.Mæting er við Ásvalalaug í Hafnarfirði og er ræsing kl 16:00 álaugardag. Fyrir framan Ásvallalaug verður þar sem hjólreiðaverslanirkoma til með að sýna nýjungar, veita ráðgjöf, og aðstoða keppendur viðstillingar á hjólum fyrir keppnina.Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.
Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið