Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2014 11:25 Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. „Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“ Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00