Fótbolti

Inzaghi klár í að taka við Milan

Inzaghi er goðsögn hjá stuðningsmönnum Milan.
Inzaghi er goðsögn hjá stuðningsmönnum Milan. vísir/getty
Það virðist vera verst geyma leyndarmál knattspyrnuheimsins að AC Milan ætli sér að reka þjálfarann, Clarence Seedorf, eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Ítalskir fjölmiðlar segja að gamla markamaskínan Filippo Inzaghi eigi að taka við starfinu af honum. Sá er heldur betur klár í að stökkva inn.

"Er ég spenntur fyrir því sem ég les í fjölmiðlum? Heldur betur. Milan er mitt líf," sagði Inzaghi spurður hvort hann væri klár í að taka við liðinu.

"Ég get ekki lengur spilað fyrir Milan en ég geri allt sem félagið biður mig um að gera. Ég er með samning við Milan til 2016 og hér vil ég vera," sagði Inzaghi en hann er að þjálfa U-19 ára lið félagsins.

"Ég er starfsmaður félagsins og ef forráðamenn félagsins vilja setja mig í aðra stöðu þá tek ég að sjálfsögðu við því. Ef ekki þá held ég áfram með unglingaliðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×