Framleiðslustopp hjá Saab vegna fjárskorts Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 14:30 Í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent
Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent