Þórir Ólafsson gæti leikið sinn síðasta leik fyrir pólsku meistarana í Kielce í dag. Kielce sækir Wisla Plock heim í úrslitum pólska handboltans í kvöld.
Kielce er 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu eftir tvo sigra á heimavelli en þrjá sigra þarf til að hampa titlinum.
Þórir staðfesti í samtalið við Vísi að vinni Kielce í kvöld verði það síðasti leikur hans fyrir félagið og að það séu meiri líkur en minni að hann sé á heimleið.
Fjölskylda Þóris er nú þegar flutt heim og gæti aðeins mjög gott tilboð erlendis komið í veg fyrir að hann leiki hér heima á næsta tímabili.
Þórir hefur nú þegar heyrt í liðum hér heima en Þórir segir engar samningaviðræður hefjast fyrr en að tímabilinu í Póllandi loknu.
Þórir er frá Selfossi og lék með uppeldisfélagi sínu þar og Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku í Þýskalandi 2005. Hann lék í sex ár í Þýskalandi áður en hann fór til Póllands þar sem hann hefur orðið meistari bæði árin sín með Kielce. Þriðji titilinn í röð blasir nú við liðinu.
Þórir Ólafsson á heimleið
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


