Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 10:15 Florentina Stanciu og stöllur hennar í Stjörnunni eru einum sigri frá þeim stóra. Vísir/Daníel Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01