Hraðasta mótorhjólið notar rafmagn Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 09:18 Lightning LS-218. Það mótorhjól sem kemst hraðast af öllum fjöldaframleiddum mótorhjólum er þetta LS-218 Cometh hjól frá Lightning Motorcycles og það er drifið áfram af rafmagni. Hámarkshraði þess er 352 km/klst, það fer í 100 á innan við 3 sekúndum og hestaflafjöldinn er 200. Nafnin LS-218 er skírskotun í hámarkshraða þess í mílum talið, en það mældist á 218,637 mílna hraða í keppni í Bonneville í Bandaríkjunum. Hjólið er aðeins 225 kíló, enda að talsverðum hluta úr áli. Þetta hjól kostar skildinginn, 38.888 dollara, eða 4,4 milljónir króna. Hægt er að fá það með þremur mismunandi stærðum rafhlaða. Með þeirri minnstu, með 12 kWh rafhlöðum, kemst það 160-200 á fullri hleðslu. Með 15 kWh rafhlöðu kemst það 200-240 kílómetra og með 20kWh rafhlöðum kemst það 260-290 kílómetra. Engir gírar eru á hjólin, ekki frekar en í rafmagnsbílum. Það tekur aðeins 2 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar og ef notuð er öflug hraðhleðslustöð þarf aðeins 30 mínútur til verksins. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent
Það mótorhjól sem kemst hraðast af öllum fjöldaframleiddum mótorhjólum er þetta LS-218 Cometh hjól frá Lightning Motorcycles og það er drifið áfram af rafmagni. Hámarkshraði þess er 352 km/klst, það fer í 100 á innan við 3 sekúndum og hestaflafjöldinn er 200. Nafnin LS-218 er skírskotun í hámarkshraða þess í mílum talið, en það mældist á 218,637 mílna hraða í keppni í Bonneville í Bandaríkjunum. Hjólið er aðeins 225 kíló, enda að talsverðum hluta úr áli. Þetta hjól kostar skildinginn, 38.888 dollara, eða 4,4 milljónir króna. Hægt er að fá það með þremur mismunandi stærðum rafhlaða. Með þeirri minnstu, með 12 kWh rafhlöðum, kemst það 160-200 á fullri hleðslu. Með 15 kWh rafhlöðu kemst það 200-240 kílómetra og með 20kWh rafhlöðum kemst það 260-290 kílómetra. Engir gírar eru á hjólin, ekki frekar en í rafmagnsbílum. Það tekur aðeins 2 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar og ef notuð er öflug hraðhleðslustöð þarf aðeins 30 mínútur til verksins.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent