Ísland í dag: „Við gerum allt til að hjálpa henni“ 16. maí 2014 13:34 Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum. Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum.
Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira