GM borgar 4 milljarða í sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 16:15 Höfuðstöðvar General Motors. Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent
Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent